Sumarleyfi

Sumarleyfi

 • Skrifað : 03 06, 2015
Vegna sumarleyfa verður þjónustími Aqua Sport - sundverslunar sem hér segir: frá mánudegi 9. mars til og með mánudegi 23. mars verður opið virka daga frá kl. 12 - 17.30

Ægir og Aqua Sport semja enn á ný

 • Skrifað : 01 19, 2015
Sundfélagið Ægir og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf. Skrifa var undir samninginn í upphafi síðasta mótshluta á sundkeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni í gær sunnudag. Það var fyrir réttum 10 árum síðan að þessir aðilar hófu samstarf og hefur Aqua Sport ehf verið einn af aðal styrktaraðilum félagsins síðan þá. Samningurinn tryggir félögum í Ægi verulegan afslátt af vörum verslunarinnar s.s. TYR sundfatnaði og öllum þeim fylgihlutum sem þarf til æfinga og keppni í sundíþróttum. Nægir þar að nefna sundfatnað, sundfit, korka, kúta, sundgleraugu, hettur og sundspaða. Auk þess styrkir Aqua Sport ehf sundfólk félagsins á ýmsa vegu, bæði beint og óbeint. Aqua Sport ehf sérhæfir sig í sölu á vörum fyrir sundíþróttir og sundlaugar. Fyrirtækið er til húsa í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Heimasíða Aqua Sport ehf er www.aquasport.is Það voru þau Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport ehf og Gunnar Valur Sveinsson formaður Ægis sem undirritðuð samninginn.
Sunddeild Fjölnis og Aqua Sport ehf hafa samið um áframhaldandi samstarf, en samstarf þessara aðila hófst á haustmánuðum árið 2006. Samningurinn kveður á um styrki til handa helsta sundfólks félagsins, auk verðlauna til sundfólks sem hafa mætt vel og lagt sig sérlega vel fram við æfingar. Þá veitir Aqua Sport ehf félögum í sunddeild Fjölnis veglegan afslátt af TYR sundfatnaði og fylgihlutum til sundiðkunar, auk afsláttar af öðrum vörum sem fyrirtæki hefur á boðstólnum. Samningurinn tók gildi þann 1. janúar s.l. og gildir í tvö ár. Aqua Sport ehf væntir mikils af samstarfi við sunddeildina, eftir mjög gott samstarf á s.l. 8 árum. Það voru þau Snorri Olgeirsson formaður sunddeildar Fjölnis og Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport - sundverslunar sem staðfestu samninginn með undirskrift sinni og handabandi.  
LOKAÐ

LOKAÐ

 • Skrifað : 11 30, 2014
Það verður lokað hjá okkur frá 3. - 5. desember 2014 þ.e. miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Opnum aftur laugardaginn 8. desember kl. 10.

KOSTAKJÖR Á TRACER KEPPNISFATNAÐI

 • Skrifað : 10 02, 2014
Nú í upphafi keppnistímabilsins býður Aqua Sport sundverslun nú TRACER keppnissundfatnað á frábærum verðum. Um er að ræða 50-60% aflátt frá listaverðum. Allar gerðir Jammer hnéskýla                    kr. 14.990.- Allar gerðir Short John sundbola               kr. 19.990.-            Skoðið nánar á heimasíðu Tracer
https://issuu.com/tyrsport/docs/2014-2015_tyr_catalog_sgl2/1?e=0  

Á marklínu í gleði og þreytu

 • Skrifað : 08 10, 2014
Um helgina fór fram Jökulárhlaupið. Tíðindamaður Aqua Sport-sundverslunar var á staðnum  við endamarikið og tók nokkrar myndir af keppendum koma í mark. Myndirnar lýsa sálarástandi keppenda, sem í aðalatriðum voru gleði og þreyta. Myndirnar má sjá á https://www.flickr.com/photos/sundfrettir/sets/

Lokun vegna sumarleyfa

 • Skrifað : 07 23, 2014
  föstudaginn 8. ágúst verður Aqua Sport sundverslun lokuð vegna sumarleyfa.  Opnum aftur mánudaginn 11. ágúst kl. 10.

Ný sending af Hurricane Wetsuit

 • Skrifað : 07 22, 2014
Vorum að fá sendingu af Hurricane blautgöllum frá TYR. Eigum nú á lager gallana í eftirtöldum stærðum og gerðum: Category 1   Karla - Small Category 3   Karla - Medium, Med/Large, Large, XXLarge Category 5  Karla - Med/Large, Medium Category 3 kvenna Large

Paris Open sundmótið 2014

 • Skrifað : 07 03, 2014
Um helgina eða nánar tiltekið föstudaginn 4. júlí og laugardaginn 5. júlí fer fram í París alþjóðlegt sundmót - París Open. Mótið er nú haldi áttunda árið í röð. Meðal þátttakenda eru tveir íslendingar, þau Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi og Daníel Hannes Pálsson Fjölni.

Lokað vegna sumarleyfa

 • Skrifað : 07 02, 2014
Við lokum Aqua Sport sundverslun föstudaginn 4. júlí n.k. vegna sumarleyfa. Opnum aftur mánudaginn 7. júlí kl. 10.

Yfir Ermasundið í TYR

 • Skrifað : 06 24, 2014
Sjö félagar úr sundfélaginu Ægi hafa ákveðið að synda boðsund yfir Ermasundið til styrktar AHC samtökunum á Íslandi. Þau mynda boðsundssveit sem þau nefna Yfirliðið.  Við hjá Aqua Sport sundverslun fengum áhuga á verkefninu og ákvæðum að styrkja Yfirliðið með því styrkja þau með sundfatnaði, sérstökum Íslands sundhettum, hettupeysum og bakpokum.

Sundfitin komin

 • Skrifað : 01 21, 2014
Vorum að fá nýja sendingu af Flexfin sundfitunum frá TYR. Þau fást núna í öllum stærum frá nr. 32 - 48.

Myndir frá EM25 í Herning

 • Skrifað : 12 24, 2013
Undirritaður vann við framkvæmd Evrópumótsins í Herning fyrr í desember.
Sundsamband Íslands birti í morgun val á sundfólki ársins 2013. Eftirfarandi grein er tekin af heimasíðu SSÍ. Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 4. desember 2013 og fyrri samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2013 og Anton Sveinn Mckee, Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2013.  

JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR

 • Skrifað : 12 22, 2013
Aqua Sport - sundverslun óskar viðskiptavinum sínum, samstarfsaðilum og öðrum velunnurum Gleðilegar Jóla og farsæls komandi árs 2014.  

Aqua Sport opnar nýja heimasíðu

 • Skrifað : 11 14, 2013
Velkomin á nýja heimasíðu Aqua Sport - sundverslunar. Það er okkur mikillli ánægju að bjóða þig velkominn á nýju heimasíðuna okkar, sem er unnin í samvinnu við Smartmedia ehf.