Eygló Ósk velur TYR til frekari afreka

Write By: admin Skrifað þann: 16 Mar 2015

Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi, ein fremsta sundkona landsins, hefur framlengt samning sinn við Aqua Sport/TYR um afnot af TYR sundfatnaði og öðrum TYR vörum til æfinga og keppni, næstu tvö árin. Eygló hefur eingöngu æft og keppt í TYR sundfatnaði á undanförnum árum, með góðum árangri, bæði innlands og utan.

Á árinu 2014 setti hún átta Íslandsmet og jafnaði tvö, en alls hefur Eygló sett 44 Íslandsmet í fullorðinsflokki á sundferlinum, auk þess átt þátt í 24 Íslandsmetum í boðsundsgreinum. Þar með er ekki allt upp talið, því Eygó hefur verið iðinn við kolann við að bæta aldursflokkametin, því hún hefur sett alls 120 aldursflokkamet á sundferlinum þ.a. eru 40 meyjamet, 20 telpnamet og 60 stúlknamet.

Eygló Ósk hefur náð athyglisverðum árangri á alþjóðlegum meistaramótum á s.l. árum. Má þar til nefna silfurverðlaun í 200m baksundi á Evrópumeistaramóti unglinga í Belgrað árið 2011, synti til úrslita í 100m og 200m baksundi á EM25 í Herning árið 2013 og varð í 17. sæti í

Eygló Ósk og Ragna María frá Aqua Sport handsala samninginn

200m baksundi á HM50, þar sem 16 fyrstu í undanrásum syntu í undanúrslitum. Hún var eini íslenski sundmaðurinn sem ná A lámarki FINA fyrir Ólympíuleikana í London og hafnaði þar í 20. sæti í 200m baksundi.
Framundan er þátttaka í Opna Danska Meistaramótinu nú í mars, Smáþjóðleikunum í byrjun júní og Heimsmeistaramótið í 50m braut í Kasan í Rússlandi í júlí. Aðalmarkmiðið er þátttaka í Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Eftir að hafa prófað nýja Avictor keppnisfatnaðinn frá TYR er Eygló mjög ánægð með útkomuna, en Avictor er þessa dagana er að koma á markað í Evrópu.
„Mér þykir sundfötin verða í fallegum litum og spennandi mustri. Auk þess veitir Avictor mjög gott aðhald og þornar fljótt og er í alla staði þægilegur“ er haft eftir Eyglóu eftir prufusund í Avictor.