Sunddeild KR og Aqua Sport ehf í samstarf

Write By: admin Skrifað þann: 29 Aug 2019

Í dag var skrifað undir samstarfssamning á milli Sunddeildar KR og Aqua Sport ehf. Það voru þau Ragna María Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Aqua Sport og Arnar Loftsson formaður sunddeildar KR sem skrifuðu undir samninginn.

Samningurinn felur það í sér að félagar í sunddeild KR fá verulegan afslátt á vörum sem Aqua Sport hefur á boðstólnum. Fyrst ber að nefna TYR sundfatnað, ásamt þeim tækjum og tólum sem sundfólkið notar við æfingar og sundkeppnum. Aqua Sport ehf sérhæfir sig í vörum til sundíþrótta. Fyrirtækið hefur úrval af gæða vörum á sanngjörnu verðum. Arnar og Ragna María handsala samninginn.